Súrsætur fiskréttur
Þessi góði fiskréttur er mjög vinsæll á þessu heimili!
Þú þarft:
2 ýsuflök
Soja Sósu (Teriyaki Marinade & Sauce)
Aromat
Kartöflumjöl
Hveiti
Laukur (má sleppa)
Sveppir (má sleppa)
Salt og pipar
Skerið fiskinn í bita, kryddið með aromat og látið liggja í soja sósunni í 10 mínútur. Blandið saman 2 msk af hveiti og 1 msk af kartöflumjöli og veltið fiskinum upp úr. Setjið smá smjör á pönnu og steikið fiskinn við miðlungshita á báðum hliðum. Lækkið hitann og setjið lok ofan á og látið malla í 10-15 mínútur. Það er tilvalið að setja lauk og/eða sveppi út á pönnuna (ég steiki laukinn fyrst á pönnunni áður en ég set fiskinn á). Það er óþarfi að sóa afgangs-sojasósunni en ég helli afganginum út á pönnuna.
Borið fram með hrísgrjónum og salati. Þegar ég var yngri fannst mér rosa gott gúrkusalat sem mamma bjó til sem fer einstaklega vel með þessum rétti og ég borðaði eiginlega meira af salatinu held ég en fiskinum sjálfum en hef það svona spari núna.
Gúrkusalat:
Gúrka
Mayones
Sítrónusafi
Sykur
Gúrkan er afhýdd, skorin í bita og sett í skál. Mayonesi bætt út í svo það þekji gúrkubitana. Sykri stráð yfir og pínulitlu af sítrónusafa.

2 ýsuflök
Soja Sósu (Teriyaki Marinade & Sauce)
Aromat
Kartöflumjöl
Hveiti
Laukur (má sleppa)
Sveppir (má sleppa)
Salt og pipar
Skerið fiskinn í bita, kryddið með aromat og látið liggja í soja sósunni í 10 mínútur. Blandið saman 2 msk af hveiti og 1 msk af kartöflumjöli og veltið fiskinum upp úr. Setjið smá smjör á pönnu og steikið fiskinn við miðlungshita á báðum hliðum. Lækkið hitann og setjið lok ofan á og látið malla í 10-15 mínútur. Það er tilvalið að setja lauk og/eða sveppi út á pönnuna (ég steiki laukinn fyrst á pönnunni áður en ég set fiskinn á). Það er óþarfi að sóa afgangs-sojasósunni en ég helli afganginum út á pönnuna.
Borið fram með hrísgrjónum og salati. Þegar ég var yngri fannst mér rosa gott gúrkusalat sem mamma bjó til sem fer einstaklega vel með þessum rétti og ég borðaði eiginlega meira af salatinu held ég en fiskinum sjálfum en hef það svona spari núna.
Gúrkusalat:
Gúrka
Mayones
Sítrónusafi
Sykur
Gúrkan er afhýdd, skorin í bita og sett í skál. Mayonesi bætt út í svo það þekji gúrkubitana. Sykri stráð yfir og pínulitlu af sítrónusafa.
Ummæli
Skrifa ummæli