Færslur

Sýnir færslur frá september, 2014

Chilli-Lasagne og súpergóð og einföld skyrkaka!

Mynd
Fyrir nokkrum vikum langaði mig í lasagne og langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég ákvað að breyta aðeins þessari klassísku lasagne uppskrift og gerði þetta ótrúlega góða chili-lasagne sem ég er búin að gera nokkrum sinnum síðan, alltaf jafn gott! Það sem þú þarft: 500 gr. nautahakk lasagne plötur 300 gr. kotasæla 2-3 dl. Heinz traditional pasta sauce (eða önnur sem ykkur finnst góð) 3 msk. Heinz hot chilli sauce 1/2 dós nýrnabaunir 2-3 chili aldin rifinn ostur chili explosion krydd smá cumin (eða taco krydd) salt & pipar Leggið lasagne plöturnar í vatn, gott er að nota bara ofnskúffu. Dreifið þeim svo þær liggi ekki ofan á hvorri annarri og leyfið að liggja í vatninu á meðan þið útbúið hakkið. Byrjið að steikja nautahakkið á pönnu. Skerið chilli aflangt og hreinsið fræin úr, skerið svo í litla bita. Bætið svo út a pönnuna. Hellið vökvanum af nýrnabaununum og bætið baununum út á pönnuna í lokin. Athugið að mat úr dós má ekki geyma í dósinni þegar hún hefur verið opnuð. S...