Heimatilbúnir kjúklinganaggar og sterk afrísk tómatsósa

Þetta er einn af mínum uppáhalds réttum! Það tekur svolítinn tíma að búa hann til en tíminn er alveg þess virði fyrir svo gómsætan endi. Sósan er mjög svipuð því sem ég nota í Jollof hrísgrjónaréttinn minn ( sjá hér ) og ég endurtek að fara varlega í piparinn og líka að nota hreina tómata í dós í sósuna (ekki með lauk eða kryddi). Venjulega er kjúklingnum blandað saman við sósuna og úr verður kjúklingakássa en það eru ekki allir jafnhrifnir af sterkri sósu og ég get lofað því að allir krakkar munu elska kjúklinganaggana! Kjúklinganaggar 4 kjúklingabringur 2-3 hvítlauksrif 1 þumall ferskt engifer 1 dl hveiti 1 tsk. kjúklingakrydd 1 tsk. chiliduft 1/2 tsk. aromat 1 kjúklingateningur salt & pipar matarolía Skerið kjúklingabringurnar í litla bita. Setjið smá olíu í pott og setjið kjúklinginn í pottinn. Rífið bæði engiferið og hvítlaukinn yfir og blandið vel saman. Setjið lok á pottinn og steikið í 3-5 mínútur, þar til kjúklingurinn er orðinn hvítur allann hringinn (hann á...