Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2014

Heimatilbúnir kjúklinganaggar og sterk afrísk tómatsósa

Mynd
Þetta er einn af mínum uppáhalds réttum! Það tekur svolítinn tíma að búa hann til en tíminn er alveg þess virði fyrir svo gómsætan endi. Sósan er mjög svipuð því sem ég nota í Jollof hrísgrjónaréttinn minn ( sjá hér ) og ég endurtek að fara varlega í piparinn og líka að nota hreina tómata í dós í sósuna (ekki með lauk eða kryddi). Venjulega er kjúklingnum blandað saman við sósuna og úr verður kjúklingakássa en það eru ekki allir jafnhrifnir af sterkri sósu og ég get lofað því að allir krakkar munu elska kjúklinganaggana! Kjúklinganaggar 4 kjúklingabringur 2-3 hvítlauksrif 1 þumall ferskt engifer 1 dl hveiti 1 tsk. kjúklingakrydd 1 tsk. chiliduft 1/2 tsk. aromat 1 kjúklingateningur salt & pipar matarolía Skerið kjúklingabringurnar í litla bita. Setjið smá olíu í pott og setjið kjúklinginn í pottinn. Rífið bæði engiferið og hvítlaukinn yfir og blandið vel saman. Setjið lok á pottinn og steikið í 3-5 mínútur, þar til kjúklingurinn er orðinn hvítur allann hringinn (hann á...

Bollakökur með Hvítu Súkkulaði

Mynd
Nú fer að líða að 6 ára afmæli dóttur minnar og mig er farið að klæja í puttana að byrja að baka! Eitt af því sem ég ætla að bjóða upp á eru þessar ótrúlega góðu bollakökur sem ég fann einhverntíman í Gestgjafanum. Ég hef gert þær nokkrum sinnum og þær eru alltaf fljótar að klárast enda sjúklega góðar! Þessi uppskrift gefur 10 - 12 kökur en það er auðvelt að stækka hana. Ég set hér með uppskrift af kremi en sé maður í tímaþröng er líka mjög gott að nota bara Betty Crocker Vanilla Icing tilbúið krem í dollu. Setjið kremið í rjómasprautupoka til að gera fallega áferð og skreytið svo að eigin vild með kökuskrauti og/eða nammi :) Þetta er það sem þarf í kökurnar: 120 gr. smjör (mjúkt) 180 gr. sykur 2 egg 240 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 og 1/2 dl hreint jógúrt (fínt að nota AB mjólk) 1 tsk. vanilludropar 100 gr. hvítt súkkulaði (saxað niður) Hitið ofninn í 175 gráður. Hrærið smjör og sykur vel saman og bætið svo eggjunum út í og hrærið áfram. Blandið restinni af hráefn...