Súkkulaði skúffukaka

Þessi kaka var mjög vinsæl á mínu heimili þegar ég var yngri og var oft bökuð með sunnudagskaffinu eða við önnur tilfefni. Ég hef því borðað og bakað hana ótal mörgum sinnum og ég er á þeirri skoðun að hún sé bara einfaldlega sú besta. Uppskriftin er einföld. Þurrefnin eru mæld í bollum en ekki grömmum eða desilítrum, en ég hef bara notað miðlungsstóran bolla eða svolítið kúfað desilítramál. Það er súrmjólk í uppskriftinni sem veldur því að kakan verður dúnmjúk og nánast bráðnar í munninum. Ég hef oftast notað bara AB mjólk í staðin fyrir súrmjólk, það skiptir ekki öllu máli svo lengi sem það er "hreint", þ.e. ekki bragðbætt. Uppskriftin hljóðar svona: 3 egg 2 bollar sykur 200 gr. smjörlíki (mjúkt) 4 bollar hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. natron/matarsódi 3-4 msk. bökunar-kakó 1 tsk. vanilludropar 2 bollar súrmjólk/AB mjólk eða hreint jógúrt Hitið ofninn í 180ºC. Egg og sykur þeytt vel saman, smjörlíkinu bætt við og svo er rest bætt út í og hrært þar til allt hefu...