Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2014

Súkkulaði skúffukaka

Mynd
Þessi kaka var mjög vinsæl á mínu heimili þegar ég var yngri og var oft bökuð með sunnudagskaffinu eða við önnur tilfefni. Ég hef því borðað og bakað hana ótal mörgum sinnum og ég er á þeirri skoðun að hún sé bara einfaldlega sú besta. Uppskriftin er einföld. Þurrefnin eru mæld í bollum en ekki grömmum eða desilítrum, en ég hef bara notað miðlungsstóran bolla eða svolítið kúfað desilítramál. Það er súrmjólk í uppskriftinni sem veldur því að kakan verður dúnmjúk og nánast bráðnar í munninum. Ég hef oftast notað bara AB mjólk í staðin fyrir súrmjólk, það skiptir ekki öllu máli svo lengi sem það er "hreint", þ.e. ekki bragðbætt. Uppskriftin hljóðar svona:  3 egg 2 bollar sykur 200 gr. smjörlíki (mjúkt) 4 bollar hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. natron/matarsódi 3-4 msk. bökunar-kakó 1 tsk. vanilludropar 2 bollar súrmjólk/AB mjólk eða hreint jógúrt Hitið ofninn í 180ºC. Egg og sykur þeytt vel saman, smjörlíkinu bætt við og svo er rest bætt út í og hrært þar til allt hefu...

Pizza pizza pizza!

Mynd
Síðan ég var barn hefur það alltaf verið hefð að fjölskyldan komi saman á föstudagskvöldum og borði ljúffenga heimatilbúna pítsu og ég hélt í þá hefð þegar ég fór sjálf að búa. Það tekur meiri tíma og fyrirhöfn að búa til pítsu en að panta hana en það er bara eitthvað svo skemmtilegt að gera sjálfur, dóttir mín elskar að hjálpa til við pítsugerð og svo er það örugglega mikið ódýrara heldur en að kaupa hana tilbúna. Uppskriftin er mjög einföld! 500 gr. hveiti 1 bréf / 3 tsk. þurrger 3 dl volgt vatn 4 msk. matarolía salt & smá sykur Blandið öllu saman í stóra skál og hrærið með sleif eða setjið "hnoðara" á hrærivél ef þið eigið til svoleiðis :) Hnoðið það í höndum þar til það verður samfellt og flott. Setjið rakan klút yfir og geymið á hlýjum og loftlausum stað í 1-2 klst. Fletjið út á bökunarplötu klædda bökunarpappír og raðið álegginu á. Bakið á 200 gráðum í 20 mínútur. Til að fá crispy botn er hægt að hækka hitann örlítið og/eða setja pítsuna neðst í ofninn í sta...

Klassískar Íslenskar Pönnukökur og Súkkulaðilummur

Mynd
Í þessu veðri er best að vera bara inni í kósýheitum og baka eitthvað gott með kaffinu. Í dag skellti ég í pönnukökur. Hérna ætla ég að deila með ykkur uppskrift af klassískum íslenskum pönnukökum og læt líka fylgja með uppskrift af súkkulaðilummum sem ég prófaði um daginn og voru ótrúlega góðar! Pönnukökur 3 dl hveiti 6 dl mjólk 1/2 tsk salt 3 egg 40 gr. brætt smjör 1 tsk vanilludropar Ég held að algengasta vesenið við að búa til pönnukökur er þegar þær fara að festast við pönnuna. Það sem ég hef gert er að bræða smjörið á pönnukökupönnunni og hella því svo af í deigskálina. Blandið öllu saman í stóra skál en hellið aðeins helmingnum af mjólkinni til að byrja með, þegar þið hafið hrært öllu vel saman er seinni helmingnum bætt út í. Hafið pönnukökupönnuna heita áður en þið byrjið, á meðalháum hita, ef þær byrja að brenna of hratt lækkið þá hitann aðeins. Hellið þunnu lagi af deigi á pönnuna og veltið henni svo deigið hylji hana. Gætið þess að setja ekki of mikið deig þar sem ...