Klassískar Íslenskar Pönnukökur og Súkkulaðilummur
Í þessu veðri er best að vera bara inni í kósýheitum og baka eitthvað gott með kaffinu. Í dag skellti ég í pönnukökur. Hérna ætla ég að deila með ykkur uppskrift af klassískum íslenskum pönnukökum og læt líka fylgja með uppskrift af súkkulaðilummum sem ég prófaði um daginn og voru ótrúlega góðar!
Pönnukökur
3 dl hveiti
6 dl mjólk
1/2 tsk salt
3 egg
40 gr. brætt smjör
1 tsk vanilludropar
Ég held að algengasta vesenið við að búa til pönnukökur er þegar þær fara að festast við pönnuna. Það sem ég hef gert er að bræða smjörið á pönnukökupönnunni og hella því svo af í deigskálina. Blandið öllu saman í stóra skál en hellið aðeins helmingnum af mjólkinni til að byrja með, þegar þið hafið hrært öllu vel saman er seinni helmingnum bætt út í. Hafið pönnukökupönnuna heita áður en þið byrjið, á meðalháum hita, ef þær byrja að brenna of hratt lækkið þá hitann aðeins. Hellið þunnu lagi af deigi á pönnuna og veltið henni svo deigið hylji hana. Gætið þess að setja ekki of mikið deig þar sem það gæti leitt til þess að pönnukökurnar verði hráar í miðjunni og erfitt að snúa þeim. Hafið þær á pönnunni í 20-30 sek, losið þá barmana frá með spaða og veltið henni á hina hliðina og bíðið í aðrar 20-30 sek.
Berið fram með sykri, rjóma og sultu :)
Súkkulaðilummur
1 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 msk sykur
1/2 dl haframjöl eða 1 1/2 dl hafragrautur
1 egg
2 dl mjólk
25 gr. brætt smjör
1 tsk. vanilludropar
2-3 msk brytjað suðusúkkulaði
Blandið öllu saman í stóra skál. Notið sömu aðferð og í pönnuköku uppskriftinni með mjókina; bætið fyrst helmingnum, hrærið vel, og bætið svo rest saman við. Setjið með matskeið á volga pönnu og bakið við miðlungshita á báðum hliðum.

3 dl hveiti
6 dl mjólk
1/2 tsk salt
3 egg
40 gr. brætt smjör
1 tsk vanilludropar
Ég held að algengasta vesenið við að búa til pönnukökur er þegar þær fara að festast við pönnuna. Það sem ég hef gert er að bræða smjörið á pönnukökupönnunni og hella því svo af í deigskálina. Blandið öllu saman í stóra skál en hellið aðeins helmingnum af mjólkinni til að byrja með, þegar þið hafið hrært öllu vel saman er seinni helmingnum bætt út í. Hafið pönnukökupönnuna heita áður en þið byrjið, á meðalháum hita, ef þær byrja að brenna of hratt lækkið þá hitann aðeins. Hellið þunnu lagi af deigi á pönnuna og veltið henni svo deigið hylji hana. Gætið þess að setja ekki of mikið deig þar sem það gæti leitt til þess að pönnukökurnar verði hráar í miðjunni og erfitt að snúa þeim. Hafið þær á pönnunni í 20-30 sek, losið þá barmana frá með spaða og veltið henni á hina hliðina og bíðið í aðrar 20-30 sek.
Berið fram með sykri, rjóma og sultu :)
Súkkulaðilummur

1 tsk lyftiduft
1 msk sykur
1/2 dl haframjöl eða 1 1/2 dl hafragrautur
1 egg
2 dl mjólk
25 gr. brætt smjör
1 tsk. vanilludropar
2-3 msk brytjað suðusúkkulaði
Blandið öllu saman í stóra skál. Notið sömu aðferð og í pönnuköku uppskriftinni með mjókina; bætið fyrst helmingnum, hrærið vel, og bætið svo rest saman við. Setjið með matskeið á volga pönnu og bakið við miðlungshita á báðum hliðum.
Ummæli
Skrifa ummæli