Rice Crispies kökur!
Þessar eru svo einfaldar og alltaf jafn góðar! Snilld í barnaafmæli og svo er gott að eiga smá í frysti þegar manni langar í eitthvað sætt. Einfalt og fljótlegt! Þær er hægt að setja í möffins-form eða þá bara í kökuform og svo er líka bara hægt að móta það sem maður vill á stóran disk eða platta, ég hef t.d. gert tölustaf fyrir afmæli hjá dóttur minni.
Það sem þarf er:

100 gr. smjörlíki
1 plata suðusúkkulaði
3 msk. sýróp
1/4 pakki Rice Crispies
Ég hef oftast tvöfaldað þessa uppskrift og það er líka bara fínt að eiga afganga því þeir endast vel í frystinum. Ein svona uppskrift ætti að gefa um 15 kökur (þ.e. séu þær settar í form eins og á myndinni) Smjörlíki, súkkulaði og sýróp brætt saman í stórum potti við mjög vægan hita þar til allt hefur bráðnað og blandast saman. Potturinn tekinn af hellunni og Rice Crispies hellt út í og hrært saman með sleif þar til súkkulaðið þekur allt. Því er síðan hellt í form og inn í frysti. Þegar þær eru orðnar fastar saman í forminu eru þær tilbúnar til að vera borðaðar, það ætti að taka um 1 klst. en þær má auðvitað geyma lengur. Gæti ekki verið einfaldara en alltaf klassískar og góðar.
Það sem þarf er:

100 gr. smjörlíki
1 plata suðusúkkulaði
3 msk. sýróp
1/4 pakki Rice Crispies
Ég hef oftast tvöfaldað þessa uppskrift og það er líka bara fínt að eiga afganga því þeir endast vel í frystinum. Ein svona uppskrift ætti að gefa um 15 kökur (þ.e. séu þær settar í form eins og á myndinni) Smjörlíki, súkkulaði og sýróp brætt saman í stórum potti við mjög vægan hita þar til allt hefur bráðnað og blandast saman. Potturinn tekinn af hellunni og Rice Crispies hellt út í og hrært saman með sleif þar til súkkulaðið þekur allt. Því er síðan hellt í form og inn í frysti. Þegar þær eru orðnar fastar saman í forminu eru þær tilbúnar til að vera borðaðar, það ætti að taka um 1 klst. en þær má auðvitað geyma lengur. Gæti ekki verið einfaldara en alltaf klassískar og góðar.
Ummæli
Skrifa ummæli