Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2014

Uppáhalds kjúklingasalatið

Mynd
Þetta kjúklingasalat hef ég gert ótal mörgum sinnum og er enn sem komið er mitt uppáhalds. Ég ætla að deila með ykkur grunnuppskriftinni en það er svo um að gera að móta hana eftir ykkar höfði. Ég sleppi yfirleitt snakkinu en hef það með við sérstök tilefni. Að þessu sinni setti ég vínber með í salatið og það getur verið gott að hafa kirsuberjatómata með líka. 3-4 kjúklingabringur Satay sósa 1 poki spínat 100 gr. kúskús 1 krukka fetaostur 1/2 rauðlaukur 2-3 lúkur doritos snakk (má sleppa) Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og þekjið með sósunni og steikið á pönnu þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Setjið kúskús-ið í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þar til vatnið liggur aðeins yfir og látið standa í 5 mín þar til kúskúsið hefur dregið í sig allann vökvann. Hrærið þá í með gaffli. Setjið spínat í skál og setjið kúskús saman við ásamt rest og blandið öllu vel saman. Einfalt, fljótlegt og ljúffengt!

Kjúklinga-tagliatelle með heimagerðu pestó

Mynd
Vá hvað þetta er gott! Þið bara verðið að prófa! Framsetningin mín er nú ekki upp á 10 hehe en ég lofa að þetta er algjört nammi!  350 gr. tagliatelle 3-4 kjúklingabringur salt & pipar paprikuduft olía Skerið bringurnar niður í strimla og kryddið. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í um 10 mínútur á hverri hlið eða þar til bitarnir eru eldaðir í gegn. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum. Pekanhnetupestó: 100 gr. pekanhnetur 1 búnt basilika 1 lítill hvítlauksgeiri 50-60 gr. parmesanostur 1 dl. ólífuolía 1-2 msk sítrónusafi 1 tsk. sykur eða hunang salt & pipar Þurrristið pekanhneturnar á pönnu, passið að brenna þær ekki og látið þær svo kólna. Takið allra grófustu stilkana af basilikunni og setjið blöðin í matvinnsluvél ásamt helmingnum af pekanhnetunum, hvítlauk, parmesan osti og sítrónusafa. Setjið matvinnsluvélina í gang og bætið olíunni saman við smátt og smátt. Smakkið til og bætið sykrinum saman við ef ykkur finnst vanta. Kryddið með salti og pi...

Himnesk frönsk súkkulaðikaka!

Mynd
Í tilefni af því að ég er búin í prófum og það er komin helgi ætla ég að deila með ykkur þessari ótrúlega góðu frönsku súkkulaðiköku! Ég hef gert hana oft og hún er alltaf jafn vinsæl. Uppskriftin hljóðar svona: 4 egg 2 dl sykur 200 gr. smjör 200 gr. suðusúkkulaði 1 dl hveiti Súkkulaðibráð: 150 gr. suðusúkkulaði 70 gr. smjör 2 msk sýróp Byrjið á því að þeyta egg og sykur vel saman. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti við mjög vægan hita. Bætið því svo varlega saman við eggin og sykurinn. Smyrjið kökuform og hellið deiginu ofan í. Athugið að nota ekki lausbotna kökuform! Þá lekur kakan bara niður á botninn á ofninum :) Ef þið eigið ekki kökuform með föstum botni er hægt að klæða lausbotna formið með álpappír. Bakið við 170 gráðu hita í 30 mínútur. (Hún á að vera svolítið blaut í miðjunni svo að "stinga-prjón-í" trikkið á ekki við hér). Á meðan kakan er að bakast er fínt að byrja á að gera súkkulaðibráðina. Bræðið allt saman í potti við vægan hita. ...

Súrsætur fiskréttur

Mynd
Þessi góði fiskréttur er mjög vinsæll á þessu heimili! Þú þarft: 2 ýsuflök Soja Sósu (Teriyaki Marinade & Sauce) Aromat Kartöflumjöl Hveiti Laukur (má sleppa) Sveppir (má sleppa) Salt og pipar Skerið fiskinn í bita, kryddið með aromat og látið liggja í soja sósunni í 10 mínútur. Blandið saman 2 msk af hveiti og 1 msk af kartöflumjöli og veltið fiskinum upp úr. Setjið smá smjör á pönnu og steikið fiskinn við miðlungshita á báðum hliðum. Lækkið hitann og setjið lok ofan á og látið malla í 10-15 mínútur. Það er tilvalið að setja lauk og/eða sveppi út á pönnuna (ég steiki laukinn fyrst á pönnunni áður en ég set fiskinn á). Það er óþarfi að sóa afgangs-sojasósunni en ég helli afganginum út á pönnuna. Borið fram með hrísgrjónum og salati. Þegar ég var yngri fannst mér rosa gott gúrkusalat sem mamma bjó til sem fer einstaklega vel með þessum rétti og ég borðaði eiginlega meira af salatinu held ég en fiskinum sjálfum en hef það svona spari núna.  Gúrkusalat: Gúrka May...

Afrísk Jollof hrísgrjón með kjúklingi

Mynd
Fyrir nokkru síðan fékk ég áhuga á afrískri matargerð. Kærastinn minn er frá Ghana og þegar við fórum að búa saman langaði mig að innleiða uppskriftir úr hans heimalandi inn í okkar vanalega matar-plan. Ég er líka svo heppin að eiga góða nágrannakonu frá Ghana sem er frábær kokkur og hún hefur komið mér svolítið af stað. Ghanamenn (og konur) elda mikið sterkan mat og nota mikið þennan piparávöxt. Þetta er afrískur Habanero pipar og ég hef fengið mína í Hagkaup í litlum pokum. Þeir eru rosalega sterkir og ég nota yfirleitt ekki meira en hálfan pipar þegar ég elda með þá. Ef þið eruð hrifin af sterkum mat er hægt að setja örlítið meira en ég mæli með að þið prófið ykkur hægt áfram. Þá má frysta svo þeir endist lengur. Fyrst þegar ég eldaði með þennan pipar lenti ég í því að fá svolítið sem kallast "Hot Pepper Hands", en það er svakaleg bruna- og sviðatilfinning í höndinni, sérstaklega á handabakinu, sem fer ekki þó hendurnar séu þvegnar með sápu heldur þarf að láta þær li...

Tófú pönnukökur!

Mynd
Það var ekki fyrr en bara fyrir nokkrum mánuðum að ég uppgvötvaði tófú þegar systir mín eldaði það og það kom mér á óvart hvað það var gott. Ég hafði alltaf ímyndað að tófú væri bara eitthvað jukk sem grænmetisætur neyddust til að borða í staðinn fyrir kjöt, ó nei! Sé það rétt kryddað og í samblandi við annan mat er það mjög gott. Óeldað og ókryddað tófu er hins vegar ekki mjög spennandi.  Ekki bara er það hollur kostur heldur mjög ódýrt líka. Ég keypti 500 gr. klump á 399 krónur, í samanburði kostar jafnmikið af kjöthakki um þrefalt meira. Það er hægt að nota tófú í ýmsa rétti t.d. súpur og kássur en á þessu heimili er mjög vinsælt að setja það í tortilla pönnukökur og vá hvað það er gott!  Tófúið er skorið í 1 cm bita og steikt á pönnu þar til það fer að brúnast aðeins. Það er svo kryddað og velt aðeins lengur um á pönnunni. Ég hef yfirleitt keypt tilbúnar tortilla kryddblöndur en það er að sjálfsögðu hægt að prófa sig áfram með hin ýmsu önnur krydd. Það er líka sniðugt a...