Himnesk frönsk súkkulaðikaka!

4 egg
2 dl sykur
200 gr. smjör
200 gr. suðusúkkulaði
1 dl hveiti
Súkkulaðibráð:
150 gr. suðusúkkulaði
70 gr. smjör
2 msk sýróp
Byrjið á því að þeyta egg og sykur vel saman. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti við mjög vægan hita. Bætið því svo varlega saman við eggin og sykurinn. Smyrjið kökuform og hellið deiginu ofan í. Athugið að nota ekki lausbotna kökuform! Þá lekur kakan bara niður á botninn á ofninum :) Ef þið eigið ekki kökuform með föstum botni er hægt að klæða lausbotna formið með álpappír. Bakið við 170 gráðu hita í 30 mínútur. (Hún á að vera svolítið blaut í miðjunni svo að "stinga-prjón-í" trikkið á ekki við hér).Á meðan kakan er að bakast er fínt að byrja á að gera súkkulaðibráðina. Bræðið allt saman í potti við vægan hita. Kælið bæði súkkulaðibráðina og kökuna í smástund áður en þið hellið bráðinni yfir. Skreytið e.t.v. með berjum. Berið fram með rjóma. Þessi getur ekki klikkað :)
Ummæli
Skrifa ummæli