Tófú pönnukökur!
Það var ekki fyrr en bara fyrir nokkrum mánuðum að ég uppgvötvaði tófú þegar systir mín eldaði það og það kom mér á óvart hvað það var gott. Ég hafði alltaf ímyndað að tófú væri bara eitthvað jukk sem grænmetisætur neyddust til að borða í staðinn fyrir kjöt, ó nei! Sé það rétt kryddað og í samblandi við annan mat er það mjög gott. Óeldað og ókryddað tófu er hins vegar ekki mjög spennandi.
Ekki bara er það hollur kostur heldur mjög ódýrt líka. Ég keypti 500 gr. klump á 399 krónur, í samanburði kostar jafnmikið af kjöthakki um þrefalt meira. Það er hægt að nota tófú í ýmsa rétti t.d. súpur og kássur en á þessu heimili er mjög vinsælt að setja það í tortilla pönnukökur og vá hvað það er gott!
Tófúið er skorið í 1 cm bita og steikt á pönnu þar til það fer að brúnast aðeins. Það er svo kryddað og velt aðeins lengur um á pönnunni. Ég hef yfirleitt keypt tilbúnar tortilla kryddblöndur en það er að sjálfsögðu hægt að prófa sig áfram með hin ýmsu önnur krydd. Það er líka sniðugt að henda út á pönnuna furuhnetum og/eða sólblómafræjum.
Svo er um að gera að vera hugmyndaríkur þegar kemur að því að velja fyllingu í tortilluna, þarf ekki bara að vera hið týpíska kál, gúrka, tómatar. Það er hægt að fara ýmsar leiðir. Í mínar setti ég:
Spínat
Papriku
Gúrku
Tómata
Vínber
Fetaost
Maísbaunir
Kúskús
Svo fyrir extra deliciousness er must að smyrja kökuna með smá rjómaosti áður en tacosósan er sett á.
Einfalt, fljótlegt og vá hvað þetta er gott!

Tófúið er skorið í 1 cm bita og steikt á pönnu þar til það fer að brúnast aðeins. Það er svo kryddað og velt aðeins lengur um á pönnunni. Ég hef yfirleitt keypt tilbúnar tortilla kryddblöndur en það er að sjálfsögðu hægt að prófa sig áfram með hin ýmsu önnur krydd. Það er líka sniðugt að henda út á pönnuna furuhnetum og/eða sólblómafræjum.

Spínat
Papriku
Gúrku
Tómata
Vínber
Fetaost
Maísbaunir
Kúskús
Svo fyrir extra deliciousness er must að smyrja kökuna með smá rjómaosti áður en tacosósan er sett á.
Einfalt, fljótlegt og vá hvað þetta er gott!
Ummæli
Skrifa ummæli