Uppáhalds kjúklingasalatið

Þetta kjúklingasalat hef ég gert ótal mörgum sinnum og er enn sem komið er mitt uppáhalds. Ég ætla að deila með ykkur grunnuppskriftinni en það er svo um að gera að móta hana eftir ykkar höfði. Ég sleppi yfirleitt snakkinu en hef það með við sérstök tilefni. Að þessu sinni setti ég vínber með í salatið og það getur verið gott að hafa kirsuberjatómata með líka.

3-4 kjúklingabringur
Satay sósa
1 poki spínat
100 gr. kúskús
1 krukka fetaostur
1/2 rauðlaukur
2-3 lúkur doritos snakk (má sleppa)

Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og þekjið með sósunni og steikið á pönnu þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Setjið kúskús-ið í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þar til vatnið liggur aðeins yfir og látið standa í 5 mín þar til kúskúsið hefur dregið í sig allann vökvann. Hrærið þá í með gaffli. Setjið spínat í skál og setjið kúskús saman við ásamt rest og blandið öllu vel saman. Einfalt, fljótlegt og ljúffengt!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Klassískar Íslenskar Pönnukökur og Súkkulaðilummur

Afrísk Jollof hrísgrjón með kjúklingi

Súkkulaði skúffukaka