Kjúklinga-tagliatelle með heimagerðu pestó

Vá hvað þetta er gott! Þið bara verðið að prófa! Framsetningin mín er nú ekki upp á 10 hehe en ég lofa að þetta er algjört nammi! 

350 gr. tagliatelle
3-4 kjúklingabringur
salt & pipar
paprikuduft
olía

Skerið bringurnar niður í strimla og kryddið. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í um 10 mínútur á hverri hlið eða þar til bitarnir eru eldaðir í gegn. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum.

Pekanhnetupestó:
100 gr. pekanhnetur
1 búnt basilika
1 lítill hvítlauksgeiri
50-60 gr. parmesanostur
1 dl. ólífuolía
1-2 msk sítrónusafi
1 tsk. sykur eða hunang
salt & pipar

Þurrristið pekanhneturnar á pönnu, passið að brenna þær ekki og látið þær svo kólna. Takið allra grófustu stilkana af basilikunni og setjið blöðin í matvinnsluvél ásamt helmingnum af pekanhnetunum, hvítlauk, parmesan osti og sítrónusafa. Setjið matvinnsluvélina í gang og bætið olíunni saman við smátt og smátt. Smakkið til og bætið sykrinum saman við ef ykkur finnst vanta. Kryddið með salti og pipar. Saxið restina af pekanhnetunum gróft niður og blandið við pestóið með sleif. Blandið pestóinu svo saman við pastað. Voila!




Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Klassískar Íslenskar Pönnukökur og Súkkulaðilummur

Afrísk Jollof hrísgrjón með kjúklingi

Súkkulaði skúffukaka