Færslur

Sýnir færslur frá 2014

Chilli-Lasagne og súpergóð og einföld skyrkaka!

Mynd
Fyrir nokkrum vikum langaði mig í lasagne og langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég ákvað að breyta aðeins þessari klassísku lasagne uppskrift og gerði þetta ótrúlega góða chili-lasagne sem ég er búin að gera nokkrum sinnum síðan, alltaf jafn gott! Það sem þú þarft: 500 gr. nautahakk lasagne plötur 300 gr. kotasæla 2-3 dl. Heinz traditional pasta sauce (eða önnur sem ykkur finnst góð) 3 msk. Heinz hot chilli sauce 1/2 dós nýrnabaunir 2-3 chili aldin rifinn ostur chili explosion krydd smá cumin (eða taco krydd) salt & pipar Leggið lasagne plöturnar í vatn, gott er að nota bara ofnskúffu. Dreifið þeim svo þær liggi ekki ofan á hvorri annarri og leyfið að liggja í vatninu á meðan þið útbúið hakkið. Byrjið að steikja nautahakkið á pönnu. Skerið chilli aflangt og hreinsið fræin úr, skerið svo í litla bita. Bætið svo út a pönnuna. Hellið vökvanum af nýrnabaununum og bætið baununum út á pönnuna í lokin. Athugið að mat úr dós má ekki geyma í dósinni þegar hún hefur verið opnuð. S...

Rice Crispies kökur!

Mynd
Þessar eru svo einfaldar og alltaf jafn góðar! Snilld í barnaafmæli og svo er gott að eiga smá í frysti þegar manni langar í eitthvað sætt. Einfalt og fljótlegt! Þær er hægt að setja í möffins-form eða þá bara í kökuform og svo er líka bara hægt að móta það sem maður vill á stóran disk eða platta, ég hef t.d. gert tölustaf fyrir afmæli hjá dóttur minni.  Það sem þarf er: 100 gr. smjörlíki 1 plata suðusúkkulaði 3 msk. sýróp 1/4 pakki Rice Crispies Ég hef oftast tvöfaldað þessa uppskrift og það er líka bara fínt að eiga afganga því þeir endast vel í frystinum. Ein svona uppskrift ætti að gefa um 15 kökur (þ.e. séu þær settar í form eins og á myndinni) Smjörlíki, súkkulaði og sýróp brætt saman í stórum potti við mjög vægan hita þar til allt hefur bráðnað og blandast saman. Potturinn tekinn af hellunni og Rice Crispies hellt út í og hrært saman með sleif þar til súkkulaðið þekur allt. Því er síðan hellt í form og inn í frysti. Þegar þær eru orðnar fastar saman í forminu eru þær...

Súkkulaði skúffukaka

Mynd
Þessi kaka var mjög vinsæl á mínu heimili þegar ég var yngri og var oft bökuð með sunnudagskaffinu eða við önnur tilfefni. Ég hef því borðað og bakað hana ótal mörgum sinnum og ég er á þeirri skoðun að hún sé bara einfaldlega sú besta. Uppskriftin er einföld. Þurrefnin eru mæld í bollum en ekki grömmum eða desilítrum, en ég hef bara notað miðlungsstóran bolla eða svolítið kúfað desilítramál. Það er súrmjólk í uppskriftinni sem veldur því að kakan verður dúnmjúk og nánast bráðnar í munninum. Ég hef oftast notað bara AB mjólk í staðin fyrir súrmjólk, það skiptir ekki öllu máli svo lengi sem það er "hreint", þ.e. ekki bragðbætt. Uppskriftin hljóðar svona:  3 egg 2 bollar sykur 200 gr. smjörlíki (mjúkt) 4 bollar hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. natron/matarsódi 3-4 msk. bökunar-kakó 1 tsk. vanilludropar 2 bollar súrmjólk/AB mjólk eða hreint jógúrt Hitið ofninn í 180ºC. Egg og sykur þeytt vel saman, smjörlíkinu bætt við og svo er rest bætt út í og hrært þar til allt hefu...

Pizza pizza pizza!

Mynd
Síðan ég var barn hefur það alltaf verið hefð að fjölskyldan komi saman á föstudagskvöldum og borði ljúffenga heimatilbúna pítsu og ég hélt í þá hefð þegar ég fór sjálf að búa. Það tekur meiri tíma og fyrirhöfn að búa til pítsu en að panta hana en það er bara eitthvað svo skemmtilegt að gera sjálfur, dóttir mín elskar að hjálpa til við pítsugerð og svo er það örugglega mikið ódýrara heldur en að kaupa hana tilbúna. Uppskriftin er mjög einföld! 500 gr. hveiti 1 bréf / 3 tsk. þurrger 3 dl volgt vatn 4 msk. matarolía salt & smá sykur Blandið öllu saman í stóra skál og hrærið með sleif eða setjið "hnoðara" á hrærivél ef þið eigið til svoleiðis :) Hnoðið það í höndum þar til það verður samfellt og flott. Setjið rakan klút yfir og geymið á hlýjum og loftlausum stað í 1-2 klst. Fletjið út á bökunarplötu klædda bökunarpappír og raðið álegginu á. Bakið á 200 gráðum í 20 mínútur. Til að fá crispy botn er hægt að hækka hitann örlítið og/eða setja pítsuna neðst í ofninn í sta...

Klassískar Íslenskar Pönnukökur og Súkkulaðilummur

Mynd
Í þessu veðri er best að vera bara inni í kósýheitum og baka eitthvað gott með kaffinu. Í dag skellti ég í pönnukökur. Hérna ætla ég að deila með ykkur uppskrift af klassískum íslenskum pönnukökum og læt líka fylgja með uppskrift af súkkulaðilummum sem ég prófaði um daginn og voru ótrúlega góðar! Pönnukökur 3 dl hveiti 6 dl mjólk 1/2 tsk salt 3 egg 40 gr. brætt smjör 1 tsk vanilludropar Ég held að algengasta vesenið við að búa til pönnukökur er þegar þær fara að festast við pönnuna. Það sem ég hef gert er að bræða smjörið á pönnukökupönnunni og hella því svo af í deigskálina. Blandið öllu saman í stóra skál en hellið aðeins helmingnum af mjólkinni til að byrja með, þegar þið hafið hrært öllu vel saman er seinni helmingnum bætt út í. Hafið pönnukökupönnuna heita áður en þið byrjið, á meðalháum hita, ef þær byrja að brenna of hratt lækkið þá hitann aðeins. Hellið þunnu lagi af deigi á pönnuna og veltið henni svo deigið hylji hana. Gætið þess að setja ekki of mikið deig þar sem ...

Heimatilbúnir kjúklinganaggar og sterk afrísk tómatsósa

Mynd
Þetta er einn af mínum uppáhalds réttum! Það tekur svolítinn tíma að búa hann til en tíminn er alveg þess virði fyrir svo gómsætan endi. Sósan er mjög svipuð því sem ég nota í Jollof hrísgrjónaréttinn minn ( sjá hér ) og ég endurtek að fara varlega í piparinn og líka að nota hreina tómata í dós í sósuna (ekki með lauk eða kryddi). Venjulega er kjúklingnum blandað saman við sósuna og úr verður kjúklingakássa en það eru ekki allir jafnhrifnir af sterkri sósu og ég get lofað því að allir krakkar munu elska kjúklinganaggana! Kjúklinganaggar 4 kjúklingabringur 2-3 hvítlauksrif 1 þumall ferskt engifer 1 dl hveiti 1 tsk. kjúklingakrydd 1 tsk. chiliduft 1/2 tsk. aromat 1 kjúklingateningur salt & pipar matarolía Skerið kjúklingabringurnar í litla bita. Setjið smá olíu í pott og setjið kjúklinginn í pottinn. Rífið bæði engiferið og hvítlaukinn yfir og blandið vel saman. Setjið lok á pottinn og steikið í 3-5 mínútur, þar til kjúklingurinn er orðinn hvítur allann hringinn (hann á...

Bollakökur með Hvítu Súkkulaði

Mynd
Nú fer að líða að 6 ára afmæli dóttur minnar og mig er farið að klæja í puttana að byrja að baka! Eitt af því sem ég ætla að bjóða upp á eru þessar ótrúlega góðu bollakökur sem ég fann einhverntíman í Gestgjafanum. Ég hef gert þær nokkrum sinnum og þær eru alltaf fljótar að klárast enda sjúklega góðar! Þessi uppskrift gefur 10 - 12 kökur en það er auðvelt að stækka hana. Ég set hér með uppskrift af kremi en sé maður í tímaþröng er líka mjög gott að nota bara Betty Crocker Vanilla Icing tilbúið krem í dollu. Setjið kremið í rjómasprautupoka til að gera fallega áferð og skreytið svo að eigin vild með kökuskrauti og/eða nammi :) Þetta er það sem þarf í kökurnar: 120 gr. smjör (mjúkt) 180 gr. sykur 2 egg 240 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 og 1/2 dl hreint jógúrt (fínt að nota AB mjólk) 1 tsk. vanilludropar 100 gr. hvítt súkkulaði (saxað niður) Hitið ofninn í 175 gráður. Hrærið smjör og sykur vel saman og bætið svo eggjunum út í og hrærið áfram. Blandið restinni af hráefn...

Uppáhalds kjúklingasalatið

Mynd
Þetta kjúklingasalat hef ég gert ótal mörgum sinnum og er enn sem komið er mitt uppáhalds. Ég ætla að deila með ykkur grunnuppskriftinni en það er svo um að gera að móta hana eftir ykkar höfði. Ég sleppi yfirleitt snakkinu en hef það með við sérstök tilefni. Að þessu sinni setti ég vínber með í salatið og það getur verið gott að hafa kirsuberjatómata með líka. 3-4 kjúklingabringur Satay sósa 1 poki spínat 100 gr. kúskús 1 krukka fetaostur 1/2 rauðlaukur 2-3 lúkur doritos snakk (má sleppa) Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og þekjið með sósunni og steikið á pönnu þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Setjið kúskús-ið í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þar til vatnið liggur aðeins yfir og látið standa í 5 mín þar til kúskúsið hefur dregið í sig allann vökvann. Hrærið þá í með gaffli. Setjið spínat í skál og setjið kúskús saman við ásamt rest og blandið öllu vel saman. Einfalt, fljótlegt og ljúffengt!

Kjúklinga-tagliatelle með heimagerðu pestó

Mynd
Vá hvað þetta er gott! Þið bara verðið að prófa! Framsetningin mín er nú ekki upp á 10 hehe en ég lofa að þetta er algjört nammi!  350 gr. tagliatelle 3-4 kjúklingabringur salt & pipar paprikuduft olía Skerið bringurnar niður í strimla og kryddið. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í um 10 mínútur á hverri hlið eða þar til bitarnir eru eldaðir í gegn. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum. Pekanhnetupestó: 100 gr. pekanhnetur 1 búnt basilika 1 lítill hvítlauksgeiri 50-60 gr. parmesanostur 1 dl. ólífuolía 1-2 msk sítrónusafi 1 tsk. sykur eða hunang salt & pipar Þurrristið pekanhneturnar á pönnu, passið að brenna þær ekki og látið þær svo kólna. Takið allra grófustu stilkana af basilikunni og setjið blöðin í matvinnsluvél ásamt helmingnum af pekanhnetunum, hvítlauk, parmesan osti og sítrónusafa. Setjið matvinnsluvélina í gang og bætið olíunni saman við smátt og smátt. Smakkið til og bætið sykrinum saman við ef ykkur finnst vanta. Kryddið með salti og pi...

Himnesk frönsk súkkulaðikaka!

Mynd
Í tilefni af því að ég er búin í prófum og það er komin helgi ætla ég að deila með ykkur þessari ótrúlega góðu frönsku súkkulaðiköku! Ég hef gert hana oft og hún er alltaf jafn vinsæl. Uppskriftin hljóðar svona: 4 egg 2 dl sykur 200 gr. smjör 200 gr. suðusúkkulaði 1 dl hveiti Súkkulaðibráð: 150 gr. suðusúkkulaði 70 gr. smjör 2 msk sýróp Byrjið á því að þeyta egg og sykur vel saman. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti við mjög vægan hita. Bætið því svo varlega saman við eggin og sykurinn. Smyrjið kökuform og hellið deiginu ofan í. Athugið að nota ekki lausbotna kökuform! Þá lekur kakan bara niður á botninn á ofninum :) Ef þið eigið ekki kökuform með föstum botni er hægt að klæða lausbotna formið með álpappír. Bakið við 170 gráðu hita í 30 mínútur. (Hún á að vera svolítið blaut í miðjunni svo að "stinga-prjón-í" trikkið á ekki við hér). Á meðan kakan er að bakast er fínt að byrja á að gera súkkulaðibráðina. Bræðið allt saman í potti við vægan hita. ...

Súrsætur fiskréttur

Mynd
Þessi góði fiskréttur er mjög vinsæll á þessu heimili! Þú þarft: 2 ýsuflök Soja Sósu (Teriyaki Marinade & Sauce) Aromat Kartöflumjöl Hveiti Laukur (má sleppa) Sveppir (má sleppa) Salt og pipar Skerið fiskinn í bita, kryddið með aromat og látið liggja í soja sósunni í 10 mínútur. Blandið saman 2 msk af hveiti og 1 msk af kartöflumjöli og veltið fiskinum upp úr. Setjið smá smjör á pönnu og steikið fiskinn við miðlungshita á báðum hliðum. Lækkið hitann og setjið lok ofan á og látið malla í 10-15 mínútur. Það er tilvalið að setja lauk og/eða sveppi út á pönnuna (ég steiki laukinn fyrst á pönnunni áður en ég set fiskinn á). Það er óþarfi að sóa afgangs-sojasósunni en ég helli afganginum út á pönnuna. Borið fram með hrísgrjónum og salati. Þegar ég var yngri fannst mér rosa gott gúrkusalat sem mamma bjó til sem fer einstaklega vel með þessum rétti og ég borðaði eiginlega meira af salatinu held ég en fiskinum sjálfum en hef það svona spari núna.  Gúrkusalat: Gúrka May...

Afrísk Jollof hrísgrjón með kjúklingi

Mynd
Fyrir nokkru síðan fékk ég áhuga á afrískri matargerð. Kærastinn minn er frá Ghana og þegar við fórum að búa saman langaði mig að innleiða uppskriftir úr hans heimalandi inn í okkar vanalega matar-plan. Ég er líka svo heppin að eiga góða nágrannakonu frá Ghana sem er frábær kokkur og hún hefur komið mér svolítið af stað. Ghanamenn (og konur) elda mikið sterkan mat og nota mikið þennan piparávöxt. Þetta er afrískur Habanero pipar og ég hef fengið mína í Hagkaup í litlum pokum. Þeir eru rosalega sterkir og ég nota yfirleitt ekki meira en hálfan pipar þegar ég elda með þá. Ef þið eruð hrifin af sterkum mat er hægt að setja örlítið meira en ég mæli með að þið prófið ykkur hægt áfram. Þá má frysta svo þeir endist lengur. Fyrst þegar ég eldaði með þennan pipar lenti ég í því að fá svolítið sem kallast "Hot Pepper Hands", en það er svakaleg bruna- og sviðatilfinning í höndinni, sérstaklega á handabakinu, sem fer ekki þó hendurnar séu þvegnar með sápu heldur þarf að láta þær li...

Tófú pönnukökur!

Mynd
Það var ekki fyrr en bara fyrir nokkrum mánuðum að ég uppgvötvaði tófú þegar systir mín eldaði það og það kom mér á óvart hvað það var gott. Ég hafði alltaf ímyndað að tófú væri bara eitthvað jukk sem grænmetisætur neyddust til að borða í staðinn fyrir kjöt, ó nei! Sé það rétt kryddað og í samblandi við annan mat er það mjög gott. Óeldað og ókryddað tófu er hins vegar ekki mjög spennandi.  Ekki bara er það hollur kostur heldur mjög ódýrt líka. Ég keypti 500 gr. klump á 399 krónur, í samanburði kostar jafnmikið af kjöthakki um þrefalt meira. Það er hægt að nota tófú í ýmsa rétti t.d. súpur og kássur en á þessu heimili er mjög vinsælt að setja það í tortilla pönnukökur og vá hvað það er gott!  Tófúið er skorið í 1 cm bita og steikt á pönnu þar til það fer að brúnast aðeins. Það er svo kryddað og velt aðeins lengur um á pönnunni. Ég hef yfirleitt keypt tilbúnar tortilla kryddblöndur en það er að sjálfsögðu hægt að prófa sig áfram með hin ýmsu önnur krydd. Það er líka sniðugt a...